Marc Guehi hefur að undanförnu verið orðaður í burtu við Crystal Palace, hann hefur m.a. verið orðaður við Liverpool, Chelsea og Newcastle. Miðvörðurinn er fyrirliði Palace og á innan við ár eftir af samningi sínum við félagið.
Eftir leik Palace og Chelsea á sunnudag var Guehi sýnilega mjög pirraður. Einhverjar sögusagnir fóru þá í gang um að pirringurinn sneri að því að hann væri pirraður hjá félaginu og vildi fara.
Oliver Glasner kallaði á Guehi eftir leikinn en Guehi virtist hunsa hann. Þýski stjórinn segir það ekki hafa verið neitt persónulegt.
„Ég hef séð svo mikið kjaftæði skrifað um þetta. Hann var pirraður að við unnum ekki leikinn, og ég elska það," sagði þýski stjórinn.
„Tilfinningalega eftir leiki ertu alveg búinn á því og stundum öskra ég á samstarfsmenn mína, en munurinn er sá að þarna var myndavél. Marc var bara vonsvikinn að markið var dæmt af og við unnum ekki leikinn."
„Mér finnst hafa verið fjallað um þetta á neikvæðan hátt. Ég sé algjörlega hina hliðina á þessu. Það er frábært að Marc gat sýnt hversu metnaðarfullir við allir erum," sagði Glasner.
Hann staðfesti þá að bæði Guehi og Eberechi Eze, sem vill fara til Tottenham, munu byrja gegn Fredrikstad í forkeppni Sambandsdeidlarinnar á morgun.
????? "It's like the new garlic bread"
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 17, 2025
Roy Keane's thoughts on that Oliver Glasner and Marc Guehi interaction at full-time of Chelsea vs Crystal Palace... pic.twitter.com/Ntqh24Mvfy
Athugasemdir