Valur tapaði óvænt 4-1 gegn ÍBV í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Valsmenn eru áfram á toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu á Víkinga en þeir glötuðu þarna tækifærinu á að halda í þægilegt forskot.
Valsmenn hafa ekki verið frábærir í síðustu leikjum, þó þeir hafi unnið Breiðablik 2-1 í umferðinni á undan. Þeir sakna Tómasar Bent Magnússonar mikið af miðsvæðinu en hann var á dögunum seldur til Hearts í Skotlandi.
Valsmenn hafa ekki verið frábærir í síðustu leikjum, þó þeir hafi unnið Breiðablik 2-1 í umferðinni á undan. Þeir sakna Tómasar Bent Magnússonar mikið af miðsvæðinu en hann var á dögunum seldur til Hearts í Skotlandi.
„Láki segir í viðtali eftir leik að þeir hafi átt miðjuna og ég held að það sé óhætt að taka undir það. Er Valur staddur þar að strákur sem var í Lengjudeildinni í fyrra sé upphafið og endirinn?" sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.
„Það lítur þannig út. Þeir unnu Breiðablik síðast 2-1 þegar þeir ''hættu að spila fótbolta'' og bombuðu fram, skoruðu úr tveimur hornspyrnum. Ég er ekki að gera lítið úr því en það virkar þannig að Tómas Bent er mikið meiri missir en nokkur þorði að ímynda sér," sagði Valur Gunnarsson og bætti við:
„Á 84. mínútu kom skilti upp á Sýn Sport þar sem stóð að í brotum var staðan 12-3 fyrir ÍBV. Ég hugsaði, ég skal viðurkenna það, 'þarna þekki ég Valsarana'. Þar sem þeir mæta þarna eftir Herjólfinn með hangandi haus."
„Ég hélt að Valsmenn væru komnir yfir þetta," sagði Elvar Geir Magnússon og tóku hinir undir það.
ÍBV var líka auðvitað hrósað í þættinum en hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir