Tyler Dibling, leikmaður Southampton, hefur verið mjög eftirsóttur í sumar. Southampton er búið að samþykkja 42 milljón punda tilboð í leikmanninn frá Everton.
Everton mun borga 6 milljónir punda þegar Dibling hefur náð ákveðnum leikjafjölda fyrir liðið. Þá fær Southampton 20% af næstu sölu.
Everton mun borga 6 milljónir punda þegar Dibling hefur náð ákveðnum leikjafjölda fyrir liðið. Þá fær Southampton 20% af næstu sölu.
Dibling vildi vera áfram í úrvalsdeildinni eftir að Southampton féll á síðustu leiktíð. Þessi 19 ára gamli leikmaður spilaði 33 leiki í úrvalsdeildinniá síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk.
Dibling hefur verið orðaður við Tottenham og Crystal Palace undanfarið.
Athugasemdir