
Framundan er bikarúrslitaleikur Vals og Vestra en flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 19:00. Fótbolti.net náði Tali á Arnari Svein og Jóa Má tuðninsmönnum Vals.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 Vestri
Arnar Sveinn Geirsson og Jóhann Már Helgason eru gríðarlega peppaðir fyrir kvöldinu.
„Þetta er skemmtilegasti tími ársins og stærsti einstaki leikur ársins og maður er bara þvílíkt peppaður, maður hefur upplifað þetta áður að vinna þessa leiki og við erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur," sagði Jói Már.
„Staðan er bara tvo bikarúrslitaleiki í röð sem við höfum farið í þannig að það er að vinna með okkur.Það er skrítið að labba inn í bikarúrslita leika og eiga að vinna þar er tilfinningin og það væri bara algjör skandall ef við myndum ekki vinna Vestra, með fullri virðingu fyrir þeim," sagði Arnar Sveinn
Allt viðtalið má sjá hér í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir