Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósar Höjlund fyrir fagmennsku
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, hefur hrósað danska sóknarmanninum Rasmus Höjlund fyrir fagmennsku.

Höjlund er ekki í plönum Amorim fyrir tímabilið og á helst að yfirgefa United fyrir gluggalok.

Höjlund vildi vera áfram hjá Man Utd en hefur sætt sig við það að yfirgefa félagið.

Hann var ekki í hóp gegn Arsenal um síðustu helgi en Amorim var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvernig Daninn hefði tekið þeim tíðindum.

„Hann hefur höndlað þetta eins og fagmaður," sagði Amorim. „Við sjáum hvað gerist þegar markaðurinn lokar, þá verður allt skýrara."
Athugasemdir
banner
banner