Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lammens mun berjast við Onana
Senne Lammens.
Senne Lammens.
Mynd: Antwerp
Manchester United virðist vera að ganga frá kaupum á Senne Lammens, markverði Antwerp í Belgíu.

The Athletic segir frá því að United hafi ekki ætlað sér að kaupa nýjan markvörð nema Andre Onana yrði seldur. Það hafi hins vegar breyst eftir leikinn gegn Arsenal þar sem Altay Bayindir gerði slæm mistök.

Fabrizio Romano segir að félögin séu að ræða um 20 milljón evra kaupverð og Lammens sé búinn að samþykkja það að ganga í raðir United.

Lammens er hávaxinn, 23 ára gamall, og var besti markvörður belgísku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Fram kemur hjá The Athletic að hann eigi að veita Onana alvöru samkeppni

Onana var klár í slaginn gegn Arsenal um síðustu helgi en spilaði ekki. Spurning er hvort að hann spili gegn Fulham um helgina.
Athugasemdir
banner