
Vestri varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Val í úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Jeppe Pedersen skoraði eina mark leiksins en það var af dýrari gerðinni. Hann fékk góðan tíma fyrir utan teiginn og negldi boltanum í netið.
Jeppe Pedersen skoraði eina mark leiksins en það var af dýrari gerðinni. Hann fékk góðan tíma fyrir utan teiginn og negldi boltanum í netið.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 Vestri
Vestri hefur tryggt sér þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili með sigrinum í kvöld.
Liðin sem enda í efstu þremur sætunum í deildinni munu spila í Evrópukeppni á næstu leiktíð ásamt Vestra. Ef Vestri endar í einu af fjórum efstu sætunum munu efstu fjögur liðin fara í Evrópukeppni.
Vestri er í 5. sæti sem stendur, fimm stigum á eftir Stjörnunni og sex stigum á eftir Breiðabliki.
Athugasemdir