Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn maður ástæðan fyrir bálreiðum Nuno
Nuno Espirito Santo.
Nuno Espirito Santo.
Mynd: EPA
Edu tók til starfa hjá Nottingham Forest í sumar.
Edu tók til starfa hjá Nottingham Forest í sumar.
Mynd: EPA
Síðustu viðtöl sem Nuno Espirito Santo, stjóri Nottingham Forest, hefur farið í hafa vægast verið áhugaverð. Hann hefur lýst yfir áhyggjum með stöðu mála hjá félaginu og svo talað um að samband sitt við Evangelos Marinakis, eiganda félagsins, sé öðruvísi en það var og þeir séu ekki lengur nánir.

The Athletic fjallar um málið í dag og segir að aðalástæðan fyrir orðum núna séu illindi hans í garð Edu Gaspar, sem tók við sem yfirmaður fótboltamála hjá Forest í sumar.

Það var tilkynnt undir lok árs í fyrra að Edu myndi taka til starfa hjá Forest í sumar. Hann yrði yfirmaður fótboltamála fyrir öll félögin í eigu Marinakis, sem er einn skrautlegasti eigandinn í enska fótboltanum í dag. Hann á Forest, Olympiakos í Grikklandi og Rio Ave í Portúgal.

Fram kemur hjá The Athletic að Nuno og Edu nái engan veginn saman og Nuno sérstaklega hafi ekkert farið leynt með það. Þeirra samband hafi sprungið í loft upp á fyrstu stundu.

Þetta er afar flókin staða fyrir Marinakis þar sem Nuno hefur náð mögnuðum árangri með Forest og kom liðinu í Evrópukeppni á síðasta tímabili; hann var einn af stjórum tímabilsins. Á sama tíma var það stórt fyrir félagið að ráða Edu sem hafði áður starfað fyrir Arsenal. Þetta eru tveir mikilvægustu mennirnir hjá félaginu og þeir geta ekki unnið saman. Því er haldið fram að samband þeirra sé svo gott sem ónýtt og það sé ekki hægt að laga það.

Forest byrjaði tímabilið vel, á sannfærandi sigri gegn Brentford, en utan vallar eru flóknir hlutir í gangi sem gætu haft áhrif innan vallar fljótlega.


Athugasemdir
banner