Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   fös 22. ágúst 2025 21:50
Kári Snorrason
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Davíð Smári stýrði Vestra til sigurs í Mjólkurbikarnum.
Davíð Smári stýrði Vestra til sigurs í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er ekki kominn svo langt, ég verð fyrst að ná þessari súru mjólkurlykt af mér, en strákarnir fá aðeins að skemmta sér í kvöld," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, aðspurður um hvernig liðið skyldi fagna í kvöld eftir fyrsta bikarsigur í sögu félagsins.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Vestri

Vestri vann 1-0 sigur á Val fyrr í kvöld á Laugardalsvelli í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Jeppe Pedersen leikmaður Vestra skoraði stórkostlegt mark sem skildi liðin að um miðbik fyrri hálfleiks.

„Ég er ekki alveg með orðin fyrir þig. Ég er ofboðslega stoltur og glaður fyrir hönd strákanna og fólkið í stúkunni að geta boðið þeim upp á þessar minningar. Ég er búinn að segja það alla vikuna, við getum búið til eitthvað sérstakt hér í dag. Einhverjar minningar sem munu ekki gleymast og við gerðum það."

Hvað skildi liðin að í dag?

„Agi, vinnusemi, hugrekki og dugnaður, allt sem Vestraliðið stendur fyrir. Það má bæta í þetta dass af heppni, það er ekkert hægt að horfa framhjá því."

Það eru ekki margir sem hefðu spáð þessu fyrir mót.

„Uppgangur liðsins hefur verið gríðarlega mikill, það er ekki út af mér. Ég er fyrir það fyrsta þakklátur stjórn Vestra að þora að ráða mig, ég er þeim ofboðslega þakklátur fyrir það, og hvað það er lagt í liðið. Það eru allir saman í liði að róa í sömu átt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner