
Vestri eru bikarmeistarar árið 2025 eftir sigur á Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 1-0. Mark Jeppe Pedersen skyldi liðin að.
„Þetta er bara ólýsanlegt." sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson eftir að liðið tryggði sér Bikarmeistaratitilinn í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 Vestri
Eiður Aron kom fáum orðum að þegar hann var spurður út í stuðninginn sem liðið fékk í kvöld.
„Þetta er bara bilun, ég kem svo fáum orðum að og ég er í sjokki yfir þessu, þetta er bara geðveikt!,"
Vestri varðist gríðarlega vel í kvöld í 90 mínútur og varnarleikurinn var gríðarlega góður í kvöld.
„Við vorum að verjast allir fyrir hvorn annan. Valur fá ágætis færi en við elskum hreint lak."
Vestri komst yfir í fyrri hálfleik og Valur var mikið með boltann í síðari hálfleiknum og Eiður Aron segir að síðari hálfleikurinn hafi verið gríðarlega lengi að líða.
„Mér leið eins og seinni hálfleikurinn hafi tekið svona þrjá tíma, við getum orðað það þannig."
Viðtalið við Eið Aron má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.