Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 20:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alex Moreno frá Aston Villa til Girona (Staðfest)
Mynd: EPA
Alex Moreno er genginn til liðs við Girona frá Aston Villa. Kaupverðið er óuppgefið.

Moreno er 32 ára gamall Spánverji og spilar sem vinstri bakvörður en hann var fyrsti leikmaðurinn sem Unai Emery fékk til liðsins í janúar 2023. Hann kom frá Real Betis og kostaði Villa 13,2 milljónir punda.

Hann spilaði 29 leiki á sínu fyrsta heila tímabili í öllum keppnum þegar Villa endaði í 4. sæti og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni.

Hann var á lánii hjá Nottingham Forest á síðustu leiktíð en hann var á eftir Ian Maatsen og Lucas Digne í goggunarröðinni hjá Villa.
Athugasemdir
banner