Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 22. september 2019 17:03
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Ég er ekki að fara neitt
Rúnar ætlar sér að vera áfram með KR
Rúnar ætlar sér að vera áfram með KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir 3-2 sigur sinna manna gegn FH í dag. KR var fyrir leik búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en tóku við bikarnum á heimavelli í dag.

„Það er alltaf verið að tala um að klára mótið með sæmd og við vildum ekki koma værukærir inní þennan leik. Við ströggluðum aðeins fram af fyrsta markinu þeirra en jöfnum svo og mér fannst við vera með yfirhöndina það sem eftir er." sagði Rúnar eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 FH

Sögusagnir hafa verið á lofti um að norska úrvalsdeildarliðið Brann hafi áhuga á að ráða Rúnar sem þjálfara liðsins. Forsvararmenn Brann hafa hinsvegar þvertekið fyrir þessar sögusagnir og gerir Rúnar það líka.

„Þetta er algjörlega gripið úr lausu lofti. Það er ekkert sem að hefur gerst og enginn búinn að hringja í mig. Ég var alveg jafn hissa og allir og sérstaklega forsvaramenn Brann sem að þurftu að svara fyrir þetta. Ég verð bara áfram hjá KR og er ekki að fara neitt." sagði Rúnar aðspurður um sögusagnirnar.

KR-ingar unnu Íslandsmótið sannfærandi og geta með sigri í lokaleiknum skilið Breiðablik 14 stigum á eftir sér. En býst Rúnar við breytingum á hópnum fyrir næsta tímabil?

„Við missum náttúrulega Skúla Jón sem að hættir og vonandi náum við að bæta við okkur 2-3 leikmönnum. Það verður búin til samkeppni um stöður og svo sjáum við til þegar að mótið hefst hverjir verða eftir." sagði Rúnar

Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner