Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   sun 22. september 2019 17:03
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Ég er ekki að fara neitt
Rúnar ætlar sér að vera áfram með KR
Rúnar ætlar sér að vera áfram með KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir 3-2 sigur sinna manna gegn FH í dag. KR var fyrir leik búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en tóku við bikarnum á heimavelli í dag.

„Það er alltaf verið að tala um að klára mótið með sæmd og við vildum ekki koma værukærir inní þennan leik. Við ströggluðum aðeins fram af fyrsta markinu þeirra en jöfnum svo og mér fannst við vera með yfirhöndina það sem eftir er." sagði Rúnar eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 FH

Sögusagnir hafa verið á lofti um að norska úrvalsdeildarliðið Brann hafi áhuga á að ráða Rúnar sem þjálfara liðsins. Forsvararmenn Brann hafa hinsvegar þvertekið fyrir þessar sögusagnir og gerir Rúnar það líka.

„Þetta er algjörlega gripið úr lausu lofti. Það er ekkert sem að hefur gerst og enginn búinn að hringja í mig. Ég var alveg jafn hissa og allir og sérstaklega forsvaramenn Brann sem að þurftu að svara fyrir þetta. Ég verð bara áfram hjá KR og er ekki að fara neitt." sagði Rúnar aðspurður um sögusagnirnar.

KR-ingar unnu Íslandsmótið sannfærandi og geta með sigri í lokaleiknum skilið Breiðablik 14 stigum á eftir sér. En býst Rúnar við breytingum á hópnum fyrir næsta tímabil?

„Við missum náttúrulega Skúla Jón sem að hættir og vonandi náum við að bæta við okkur 2-3 leikmönnum. Það verður búin til samkeppni um stöður og svo sjáum við til þegar að mótið hefst hverjir verða eftir." sagði Rúnar

Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner