Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
   sun 22. september 2019 17:03
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Ég er ekki að fara neitt
Rúnar ætlar sér að vera áfram með KR
Rúnar ætlar sér að vera áfram með KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir 3-2 sigur sinna manna gegn FH í dag. KR var fyrir leik búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en tóku við bikarnum á heimavelli í dag.

„Það er alltaf verið að tala um að klára mótið með sæmd og við vildum ekki koma værukærir inní þennan leik. Við ströggluðum aðeins fram af fyrsta markinu þeirra en jöfnum svo og mér fannst við vera með yfirhöndina það sem eftir er." sagði Rúnar eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 FH

Sögusagnir hafa verið á lofti um að norska úrvalsdeildarliðið Brann hafi áhuga á að ráða Rúnar sem þjálfara liðsins. Forsvararmenn Brann hafa hinsvegar þvertekið fyrir þessar sögusagnir og gerir Rúnar það líka.

„Þetta er algjörlega gripið úr lausu lofti. Það er ekkert sem að hefur gerst og enginn búinn að hringja í mig. Ég var alveg jafn hissa og allir og sérstaklega forsvaramenn Brann sem að þurftu að svara fyrir þetta. Ég verð bara áfram hjá KR og er ekki að fara neitt." sagði Rúnar aðspurður um sögusagnirnar.

KR-ingar unnu Íslandsmótið sannfærandi og geta með sigri í lokaleiknum skilið Breiðablik 14 stigum á eftir sér. En býst Rúnar við breytingum á hópnum fyrir næsta tímabil?

„Við missum náttúrulega Skúla Jón sem að hættir og vonandi náum við að bæta við okkur 2-3 leikmönnum. Það verður búin til samkeppni um stöður og svo sjáum við til þegar að mótið hefst hverjir verða eftir." sagði Rúnar

Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner