Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 22. september 2019 17:03
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Ég er ekki að fara neitt
Rúnar ætlar sér að vera áfram með KR
Rúnar ætlar sér að vera áfram með KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir 3-2 sigur sinna manna gegn FH í dag. KR var fyrir leik búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en tóku við bikarnum á heimavelli í dag.

„Það er alltaf verið að tala um að klára mótið með sæmd og við vildum ekki koma værukærir inní þennan leik. Við ströggluðum aðeins fram af fyrsta markinu þeirra en jöfnum svo og mér fannst við vera með yfirhöndina það sem eftir er." sagði Rúnar eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 FH

Sögusagnir hafa verið á lofti um að norska úrvalsdeildarliðið Brann hafi áhuga á að ráða Rúnar sem þjálfara liðsins. Forsvararmenn Brann hafa hinsvegar þvertekið fyrir þessar sögusagnir og gerir Rúnar það líka.

„Þetta er algjörlega gripið úr lausu lofti. Það er ekkert sem að hefur gerst og enginn búinn að hringja í mig. Ég var alveg jafn hissa og allir og sérstaklega forsvaramenn Brann sem að þurftu að svara fyrir þetta. Ég verð bara áfram hjá KR og er ekki að fara neitt." sagði Rúnar aðspurður um sögusagnirnar.

KR-ingar unnu Íslandsmótið sannfærandi og geta með sigri í lokaleiknum skilið Breiðablik 14 stigum á eftir sér. En býst Rúnar við breytingum á hópnum fyrir næsta tímabil?

„Við missum náttúrulega Skúla Jón sem að hættir og vonandi náum við að bæta við okkur 2-3 leikmönnum. Það verður búin til samkeppni um stöður og svo sjáum við til þegar að mótið hefst hverjir verða eftir." sagði Rúnar

Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner