Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 22. september 2019 17:03
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Ég er ekki að fara neitt
Rúnar ætlar sér að vera áfram með KR
Rúnar ætlar sér að vera áfram með KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir 3-2 sigur sinna manna gegn FH í dag. KR var fyrir leik búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en tóku við bikarnum á heimavelli í dag.

„Það er alltaf verið að tala um að klára mótið með sæmd og við vildum ekki koma værukærir inní þennan leik. Við ströggluðum aðeins fram af fyrsta markinu þeirra en jöfnum svo og mér fannst við vera með yfirhöndina það sem eftir er." sagði Rúnar eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 FH

Sögusagnir hafa verið á lofti um að norska úrvalsdeildarliðið Brann hafi áhuga á að ráða Rúnar sem þjálfara liðsins. Forsvararmenn Brann hafa hinsvegar þvertekið fyrir þessar sögusagnir og gerir Rúnar það líka.

„Þetta er algjörlega gripið úr lausu lofti. Það er ekkert sem að hefur gerst og enginn búinn að hringja í mig. Ég var alveg jafn hissa og allir og sérstaklega forsvaramenn Brann sem að þurftu að svara fyrir þetta. Ég verð bara áfram hjá KR og er ekki að fara neitt." sagði Rúnar aðspurður um sögusagnirnar.

KR-ingar unnu Íslandsmótið sannfærandi og geta með sigri í lokaleiknum skilið Breiðablik 14 stigum á eftir sér. En býst Rúnar við breytingum á hópnum fyrir næsta tímabil?

„Við missum náttúrulega Skúla Jón sem að hættir og vonandi náum við að bæta við okkur 2-3 leikmönnum. Það verður búin til samkeppni um stöður og svo sjáum við til þegar að mótið hefst hverjir verða eftir." sagði Rúnar

Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner