Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   fös 22. nóvember 2019 16:15
Magnús Már Einarsson
Íslenskir dómarar á VAR námskeiði
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson eru núna staddir í Tyrklandi á VAR námskeiði hjá UEFA.

Markmið námskeiðsins er áframhaldandi þjálfun myndbandsdómara ásamt því að þjálfa og kynna verklag aðstoðadómara í myndbandsdómgæslu.

Vilhjálmur, Gylfi og Birkir eru FIFA dómarar en VAR er notað í sífellt fleiri keppnum á alþjóðlegri vísu.

Námskeiðið er haldið í höfuðstöðvum tyrkneska knattspyrnusambandsins í Istanbúl.
Athugasemdir
banner
banner