Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mið 23. apríl 2025 19:19
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Inaki Williams hetjan í Bilbao - Villarreal tapaði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í efstu deild spænska boltans, þar sem Athletic Bilbao og Celta Vigo nældu sér í dýrmæt stig.

Í Bilbao sigruðu heimamenn 1-0 gegn Las Palmas þar sem Inaki Williams skoraði eina mark leiksins á níundu mínútu.

Athletic var sterkari aðilinn stærsta hluta leiksins en gestirnir fengu sín færi. Hvorugu liði tókst þó að bæta mörkum við leikinn.

Þetta er frábær sigur fyrir Athletic í baráttunni um Meistaradeildarsæti, þar sem liðið er komið með átta stiga forystu á Villarreal sem er í næsta sæti fyrir neðan.

Las Palmas er aðeins einu stigi frá fallsæti.

Villarreal tapaði gegn Celta Vigo í kvöld eftir að hafa misst mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik. Þeir tíu leikmenn sem urðu eftir á vellinum réðu ekki við andstæðingana í Vigo.

Eric Bailly lét reka sig af velli á 37. mínútu og tóku heimamenn forystuna með marki frá Fernando López undir lok fyrri hálfleiks, eftir stoðsendingu frá hinum öfluga Borja Iglesias.

Iglesias tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik áður en Iago Aspas kom inn af bekknum til að innsigla sigurinn með marki úr vítaspyrnu. Lokatölur 3-0 fyrir Celta sem er í Evrópudeildarsæti eftir þennan sigur.

Athletic 1 - 0 Las Palmas
1-0 Inaki Williams ('5 )

Celta 3 - 0 Villarreal
1-0 Fer Lopez ('45 )
2-0 Borja Iglesias ('53 )
3-0 Iago Aspas ('87 , víti)
Rautt spjald: Eric Bailly, Villarreal ('37)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner