Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Van Persie valdi sex bestu leikmenn sem hann spilaði með
Robin van Persie og Wayne Rooney.
Robin van Persie og Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Þegar þú spilar fyrir Arsenal, Manchester United og hollenska landsliðið er alveg ljóst að þú ert að fara að spila með mjög góðum leikmönnum.

Það kemur því ekki á óvart að Robin van Persie hafi átt í erfiðleikum með að velja beta leikmann sem hann spilaði með á ferlinum.

Þegar hann fékk þessa spurningu frá BBC nefndi hann sex leikmenn:

„Það er svo erfitt að velja bara einn. Ég myndi velja Dennis Bergkamp, Thierry Henry, Ryan Giggs, Paul Scholes, Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy," sagði Van Persie.

Í viðtalinu segist hann einnig hafa getað verið eitt ár í viðbót hjá United í stað þess að fara til Fenerbahce 2015.

„Ég átti ár eftir af samningi mínum og hefði kannski átt að vera áfram. Louis van Gaal gerði mér ljóst að ég væri ekki efstur á blaði hjá honum og þá þurfti ég að hugsa: Viltu vera áfram og berjast um þína stöðu? Verður þetta sanngjörn samkeppni?"
Athugasemdir
banner
banner
banner