Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 10:13
Elvar Geir Magnússon
Lopetegui nýr stjóri West Ham (Staðfest)
Lopetegui er hæstánægður með að vera orðinn stjóri West Ham.
Lopetegui er hæstánægður með að vera orðinn stjóri West Ham.
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Julen Lopetegui er nýr stjóri West Ham og tekur við starfinu af David Moyes. Lopetegui náði samkomulagi við forráðamenn Hamranna fyrr í þessum mánuði og hefur nú skrifað undir samninginn.

Hann segist taka við góðu búi af Moyes.

„Ég er verulega ánægður og við höfum mikinn metnað. Það var frábær dagur þegar við náðum samkomulagi. Ég og mitt teymi vorum með aðra valkosti en ég er stoltur af því að West Ham valdi mig. Við viljum hafa mikil áhrif," segir Lopetegui.

Þessi fyrrum stjóri Real Madrid og fyrrum landsliðsþjálfari Spánar stýrði síðast Wolves en lét af störfum rétt fyrir tímabilið þar sem hann taldi forráðamenn félagsins ekki hafa staðið við gefin loforð á leikmannamarkaðnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner