Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. júní 2019 09:35
Brynjar Ingi Erluson
De Ligt til Juventus - Hvað gerir Eriksen?
Powerade
Mathijs De Ligt fer frá AJax og er Juventus líklegasti áfangastaðurinn
Mathijs De Ligt fer frá AJax og er Juventus líklegasti áfangastaðurinn
Mynd: Getty Images
Rafa Benitez á förum frá Newcastle?
Rafa Benitez á förum frá Newcastle?
Mynd: Getty Images
BBC hefur tekið saman allt helsta slúðrið í Evrópuboltanum í dag en pakkinn í dag er fullur af áhugaverðum pælingum ensku blaðanna.<





Manchester United og Crystal Palace hafa rætt saman um möguleg vistaskipti Aaron Wan-Bissaka. Þessi 21 árs gamli leikmaður gæti farið til United fyrir 42,5 milljónir punda. (Daily Mail)

Christian Eriksen, leikmaður Tottenham Hotspur, vonast til þess að fara til Manchester United eða Juventus eftir að viðræður sigldu í strand við Real Madrid. (Mirror)

Áætlanir Manchester United í glugganum gætu verið í hættu þar sem félaginu gengur illa að losa sig við Alexis Sanchez. (Express)

Leeds United er óvænt búið að blanda sér í baráttuna um ítalska markvörðinn Gianluigi Buffon en hann yfirgaf Paris Saint-Germain á dögunum og er frjálst að finna sér nýtt félag. (Corriere della Sera)

Leroy Sane ætlar að hafna því að ganga til liðs við þýska félagið Bayern München og verður því áfram hjá Manchester City. (The Sun)

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle United, mun yfirgefa félagið næstu helgi er samningur hans rennur út. Samband Benitez við Mike Ashley, eiganda félagsins, ku vera ástæðan. (Daily Mail)

Derby County ætlar að bjóða Frank Lampard 10 milljón punda á ári til að halda honum en hann er líklegur til að taka við Chelsea seinna í vikunni. (Daily Star)

Franska stórliðið Paris Saint-Germain er að leiða kapphlaupið um brasilíska sóknartengiliðinn Philippe Coutinho. (Calciomercato)

Real Madrid ætlar þá að kaupa Kylian Mbappe frá Paris Saint-Germain næsta sumar. (AS)

Manchester United hefur áhuga á því að kaupa Mauro Icardi frá Inter en Romelu Lukaku fer í hina áttina til Inter. (Express)

Barcelona er hætt við að reyna fá Mathijs de Ligt frá Ajax og er Juventus því í kjörstöðu að kaupa táninginn. (Marca)

Moussa Dembele, framherji Lyon, ætlar ekki að fara frá félaginu þrátt fyrir áhuga margra sterkra félaga. Manchester United er þar á meðal. (Goal)

Manchester City er nokkrum klukkutímum frá því að tilkynna komu Asier Riesgo frá Eibar en hann er 35 ára gamall markvörður. (Mundo Deportivo)

Enska félagið Burnley hefur þá tilkynnt Joe Hart að hann geti yfirgefið félagið en þessi 32 ára markvörður er opinn fyrir því að fara til Lille í Frakklandi. (Daily Mail)

Jack Clarke, leikmaður Leeds, er nálægt því að ganga í raðir Tottenham Hotspur. Þessi 18 ára gamli leikmaður verður lánaður strax aftur í Leeds þar sem hann mun spila á næsta tímabili (Express)

Liverpool, Tottenham og Everton hafa öll áhuga á Jean-Philippe Gbamin, leikmanni Mainz í Þýskalandi. (Fussballtransfers)

Real Madrid er að fylgjast með Miguel Almiron, leikmanni Newcastle United. (TycSports)

Juventus vonast til þess að sigra Liverpool og Tottenham í kapphlaupinu um Rekeem Harper sem leikur með WBA í ensku B-deildinni. (Mirror)

Arsenal þarf að borga Paris Saint-Germain 13,5 milljónir punda fyrir Christopher N'Kunku en RB Leipzig hefur einnig áhuga. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner
banner