Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júlí 2021 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Susanna Friedrichs í Selfoss (Staðfest)
Susanna Friedrichs.
Susanna Friedrichs.
Mynd: Selfoss
Kvennalið Selfoss hefur bætt við sig leikmanni fyrir síðasta þriðjung Pepsi Max-deildar kvenna.

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við varnarmanninn Susanna Friedrichs og gildir samningurinn út leiktíðina 2022.

Friedrichs, sem er 23 ára, er bandarísk með þýskt vegabréf og lék með liði VCU Rams í bandaríska háskólaboltanum en eftir útskrift samdi hún við FC Slovácko í efstu deild í Tékklandi og lék þar á síðustu leiktíð.

„Þetta er leikmaður sem hefur verið að spila stöðu bakvarðar og kantmanns bæði hægra og vinstra megin og það er látið mjög vel af henni, þannig að við erum spennt að fá hana til liðs við okkur á lokasprettinum. Bergrós Ásgeirsdóttir er að fara erlendis að klára sitt nám núna um mánaðamótin og við þurfum að bregðast við því og bæta í hópinn,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.

Selfoss er í þriðja sæti Pepsi Max-deildar kvenna, átta stigum frá toppnum og sex stigum frá öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner