Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fös 23. ágúst 2019 23:49
Ívan Guðjón Baldursson
Halldór Árna: Þetta Fram lið er geggjað
Mynd: Hulda Margrét
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Gróttu var að vonum ánægður með 3-1 sigur á Fram fyrr í kvöld. Grótta fer upp í annað sæti við sigurinn og er aðeins einu stigi á eftir toppliði Fjölnis þegar fjórar umferðir eru eftir.

Þór er einnig í toppbaráttunni og á innbyrðisleik við Fjölni, á meðan Grótta á eftir að spila við fjögur neðstu lið deildarinnar.

„Ég vil byrja á að segja að þetta Fram lið er geggjað. Þeir spila free-flowing fótbolta með fáum snertingum og mikil stöðuskipti. Það er ógeðslega erfitt að spila við þá og við erum hrikalega ánægðir að ná að klára þá í dag," sagði Dóri að leikslokum.

„Við eigum snúið prógram eftir, liðin fjögur sem eru að berjast í neðri hlutanum um að halda lífi sínu í deildinni.

„Það er ekki auðvelt að fara í slíka leiki þar sem menn hafa eitthvað að spila upp á og mæta algjörlega brjálaðir."


Grótta heimsækir Magna á Grenivík í næstu umferð en fyrri leik liðanna lauk með 4-1 sigri á Seltjarnarnesi. Þar á eftir er heimaleikur við Aftureldingu, útileikur gegn Njarðvík og svo er heimsókn frá Haukum í lokaumferðinni.

Grótta vann fyrri leikina gegn Aftureldingu og Njarðvík en gerði jafntefli á Ásvöllum. Þar enduðu leikar 2-2 eftir jöfnunarmark heimamanna á 88. mínútu.
Athugasemdir
banner