Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   fös 23. ágúst 2024 10:11
Elvar Geir Magnússon
Gundogan kominn aftur til Man City (Staðfest)
Hilmir snýr heim.
Hilmir snýr heim.
Mynd: EPA
„Allir vita hversu mikla virðingu ég ber fyrir Pep Guardiola. Hann er besti stjóri heims og þú verður betri leikmaður á því að vinna með honum á hverjum degi. Í hreinskilni sagt get ég ekki beðið eftir því að klæðast treyju Manchester City á ný," segir Ilkay Gundogan sem er formlega orðinn leikmaður Manchester City á nýjan leik.

Þessi 33 ára þýski miðjumaður var fyrsti leikmaðurinn sem Guardiola keypti til City árið 2016. Hann hefur gert samning við City út þetta tímabil, með möguleika á ári til viðbótar.

„Þau sjö ár sem ég hef átt hjá Manchester City hafa verið tími hreinnar ánægju fyrir mig, bæði innan og utan vallar."

Gundogan var aðeins eitt tímabil hjá Barcelona sem rifti við hann til að losna við launakostnað hans. Gundogan lék 51 leik undir stjórn Xavi á síðasta tímabili. Eftir stjóraskipti og breyttar áherslur tilkynnti Hansi Flick leikmanninum reynda að hann gæti ekki búist við því að vera byrjunarliðsmaður.

Þau sjö ár sem Gundogan á að baki með Manchester City vann hann fjórtán titla með liðinu.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
8 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
9 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
10 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner