Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 23. ágúst 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Tókst ekki að kaupa Palace og sneri sér að Everton
Bandaríski viðskiptamaðurinn John Textor segist hafa reynt allt sem hann gat til að eignast meirihluta í Crystal Palace en ekki fengið svör við tilboðum sínum.

Textor á 45% hlut í Palace en er nú með þann hlut í söluferli svo hann geti keypt Everton. Hann er kominn langt í viðræðum við Farhad Moshiri, núverandi eiganda Everton.

„Það er satt að við gerðum tilboð til að eignast meirihluta í Crystal Palace, tilboð sem var mun hærra en fyrri fjárfestingar okkar," segir Textor.

Reglur ensku úrvalsdeildarinnar banna einstaklingum að eiga meira en eitt félag og Textor þarf að selja sinn hlut í Palace áður en hann getur keypt Everton.

Textor á Eagle Football Group sem á þegar hlut í Lyon, Botafogo, Molenbeek og Crystal Palace.
Athugasemdir
banner
banner