Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mán 23. september 2024 19:46
Kári Snorrason
Jökull hæstánægður í Aftureldingu: Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding mun spila til úrslita um sæti í Bestu deild karla annað árið í röð eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Fjölni á Extra-vellinum í Grafarvogi í kvöld, en samanlagt fer Afturelding áfram, 3-1.
Jökull Andrésson markvörður Aftureldingar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  0 Afturelding

„Við erum ógeðslega glaðir, þetta var alltaf planið að komast í úrslitin. Ekkert sérstaklega fyrir okkur heldur fyrir aðdáendurna líka. Þau eiga það svo skilið, sérstaklega eftir síðasta tímabil, nú ætlum við að redda þessu fyrir þá."

Afturelding mætir Keflavík í úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni næstkomandi laugardag.

„Ég segi spila okkar leik. Við erum örugglega bestir í deildinni að spila boltanum og svo sýndum við varnarleikinn í dag. Við spilum okkar fótboltaleik og þá eigum við gríðarlegan séns."

Jökull er sáttur að hafa komið til Aftureldingar að láni á miðju tímabili.

„Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér, ég er í skýjunum mér líður frábærlega. Maður er frá Mosfellsbæ, ég ólst upp í Aftureldingu. Maður þekkir ábyggilega 99 prósent þeirra í stúkunni, annaðhvort frændi eða frænka eða eitthvað. Þetta er svo gaman, svo mikil veisla."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner