Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   mið 23. október 2024 14:07
Hafliði Breiðfjörð
Víkingar að hlaða upp brettum - Blikar fyrir aftan endalínu
Rauðu brettin byrjuð að hlaðast upp við hlið stúkunnar.
Rauðu brettin byrjuð að hlaðast upp við hlið stúkunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur og Breiðablik mætast í lokaumferð Bestu-deildar karla klukkan 18:30 á sunnudaginn en leikurinn verður úrslitaleikur um hvort liðið vinnur Íslandsmeistaratitilinn.

Um 2500 manns munu á miða á leikinn en þar af eru aðeins 1149 sæti. Því þarf að hlaða upp vörubrettum til að koma meirihluta áhorfenda fyrir.

Sú vinna er þegar hafin eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Fótbolti.net tók í hádeginu í dag þegar Víkingar æfðu fyrir Sambandsdeildarleikinn við Cercle Brugge á morgun.

Breiðablik fær 250 miða sem eru 10% þeirra miða sem sem eru í boði eða tvöfalt meira en reglur segja um að þeir ættu að fá sem eru 5%.

Hér að neðan má sjá hvar stuðningsmenn Breiðabliks verða á vellinum, fyrir aftan endalínu Kópavogsmegin á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner