Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 23. nóvember 2019 13:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Reynum að gefa efnilegum leikmönnum mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á hlutina, það er gott að vera kominn í gang aftur. Það er mjög gott fyrir okkur þjálfarana að fá svona fína æfingaleiki. Gott að fá einn leik í viku og gott skipulag í kringum mótið," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 0-1 sigur liðsins á FH í Bose-mótinu í dag.

„Þetta brýtur aðeins upp æfingavikuna og yngri leikmenn fá tækifæri til þess að venjast því að spila á því tempói sem er í efstu deild."


Hvernig er staðan á hópnum hjá KR?

„Við vorum án Atla og Alex Frey. Við notuðum 21 leikmann í dag, það voru allir útileikmennirnir sem fóru af velli. Beitir var sá eini sem spilaði allan leikinn. Flestir fá hálfleik, við reynum að skipta mínútunum á milli leikmanna."

Eru einhverjir ungir leikmenn sem Rúnar sér fyrir að nota næsta sumar?

„Já við erum með 2-3 unga sem eru hörkuefnilegir. Við reynum að gefa þeim fullt af mínútum núna svo að þeir geti tekið skrefið upp í efstu deild."

Stefnir Rúnar á að stækka leikmannahópinn?

„Eins og þú sérð þá notum við 21 leikmann og það eru tveir meiddir. Við erum með fína breidd en það er lítið í hendi með frekari styrkingar," sagði Rúnar Kristinsson eftir leik í dag.


Athugasemdir
banner