Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. mars 2020 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola gefur eina milljón evra í baráttunni gegn veirunni
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, hefur lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónaveirunni en hann gaf í dag eina milljón evra.

Guardiola er sem stendur í Barcelona á meðan ekkert er spilað á Englandi og hefur verið að vinna í því að hjálpa til við að berjast gegn veirunni.

Tala látinna fjölgar á Spáni en Guardiola lagði eina milljón evra til styrktar Medical College of Barca og í Angel Soler Daniel-samtökin til að kaupa nauðsynleg tæki og tól til að huga að fólkinu í landinu.

Knattspyrnumenn, þjálfarar og stjórnarmenn hafa ekkert gefið eftir í baráttunni og mátti meðal annars sjá Jose Mourinho, stjóra Tottenham, skutlast með mat á elliheimili í gær.

Robert Lewandowski og kona hans gáfu eina milljón evra í baráttunni gegn veirunni og Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, hefur komið sínu fólki í Portúgal til hjálpar með því að fjárfesta í tækjabúnaði og búa til meira rými fyrir þá sem hafa smitast.
Athugasemdir
banner
banner