Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   fös 24. mars 2023 21:19
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttuleikir: Son með tvennu gegn Kólumbíu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Það er landsleikjahlé í fullum gangi en ekki allar þjóðir sem eiga keppnisleiki. Því fóru nokkrir æfingalandsleikir fram í dag.


Ástralía hafði betur gegn Ekvador með þremur mörkum gegn einu, en þetta er aðeins í annað sinn í sögunni sem þessar þjóðir keppa fótboltaleik sín á milli.

Japan gerði þá 1-1 jafntefli við Úrúgvæ þar sem gestirnir frá Suður-Ameríku tóku forystuna í fyrri hálfleik þökk sé marki Federico Valverde.

Son Heung-min skoraði bæði mörk Suður-Kóreu í fyrri hálfleik í 2-2 jafntefli gegn Kólumbíu en James Rodriguez og Jorge Carrascal svöruðu fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks.

Venesúela lagði þá Sádí-Arabíu að velli á meðan Kúveit og Úsbekístan unnu leiki sína gegn Filippseyjum og Bólivíu.

Ástralía 3 - 1 Ekvador

Japan 1 - 1 Úrúgvæ

Suður-Kórea 2 - 2 Kólumbía

Venesúela 2 - 1 Sádí-Arabía

Kúveit 2 - 0 Filippseyjar

Úsbekístan 1 - 0 Bólivía


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner