Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mið 24. apríl 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Blendnar tilfinningar á Hlíðarenda - Jökull mætir fyrrum lærisveinum sínum
Gylfi Þór mætir uppeldisfélagi sínu í kvöld
Gylfi Þór mætir uppeldisfélagi sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull stýrði Augnabliki við góðan orðstír áður en hann hélt til Stjörnunnar árið 2021
Jökull stýrði Augnabliki við góðan orðstír áður en hann hélt til Stjörnunnar árið 2021
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir eru á dagskrá í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld.

Valur og FH mætast klukkan 19:15 á N1-vellinum á Hlíðarenda í eina Bestu-deildarslag bikarsins til þessa.

Gylfi Þór Sigurðsson, sem er á mála hjá Val, mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn á meistaraflokksferli sínum og því eflaust blendnar tilfinningar á Hlíðarenda í kvöld.

KÁ fær það verðuga verkefni að mæta KR á BIRTU-vellinum á sama tíma á meðan Þróttur R. spilar við HK.

Jökull Elísabetarson og hans menn í Stjörnunni mæta Augnabliki klukkan 20:00 í Fífunni. Jökull er að mæta sínum gömlu lærisveinum en hann þjálfaði liðið í nokkur ár áður en hann fór yfir í Stjörnuna.

Leikir dagsins:

Mjólkurbikar karla
19:15 Valur-FH (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 KÁ-KR (BIRTU völlurinn)
19:15 Þróttur R.-HK (AVIS völlurinn)
20:00 Augnablik-Stjarnan (Fífan)
Athugasemdir
banner
banner