Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. maí 2024 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Albert kvaddi Genoa með stoðsendingu og sigri
Genoa 2 - 0 Bologna
1-0 Ruslan Malinovskiy ('13 )
2-0 Vitinha ('59 )

Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson kvaddi stuðningsmenn Genoa með því að leggja upp annað mark liðsins í 2-0 sigri á Bologna í lokaumferð Seríu A í kvöld.

Albert, sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili, var að sjálfsögðu í byrjunarliði heimamanna.

Hann er sagður á förum frá Genoa í sumar en Inter, Juventus, Napoli og Tottenham eru í baráttunni um hann.

Úkraínski leikmaðurinn Ruslan Malinovskiy skoraði fyrra mark Genoa á 13. mínútu leiksins áður en Albert lagði upp annað markið fyrir Vitinha á 59. mínútu.

Albert fékk boltann við miðsvæðið, keyrði í átt að marki áður en hann lyfti boltanum skemmtilega inn fyrir á Vitinha sem setti boltann í netið. Fjórða stoðsending Alberts í deildinni á þessari leiktíð.

KR-ingurinn kláraði tímabilið með með 16 mörk og 5 stoðsendingar í deild- og bikar.

Genoa, sem var nýliði í ár, hafnaði í 11. sæti deildarinnar með 49 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner