Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 24. maí 2024 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Veðrið skipti ekki sköpum - „Gaman þegar gengur vel og það gengur vel þegar það er gaman“
Kvenaboltinn
Ólöf Sigríður í leik með Blikum
Ólöf Sigríður í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Breiðabliks, segir gaman að vera í Breiðablik í dag en liðið vann toppbaráttuslag við Val, 2-1, í erfiðu veðri á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Landsliðskonan kom heim í þessum mánuði eftir að hafa stundað nám við Harvard-skólann í vetur.

Hún kom inn af bekknum í síðari hálfleik og lagði upp fyrra mark liðsins fyrir Andreu Rut Bjarnadóttur.

Ólöf, sem var áður í Val, segir það gaman að geta unnið einn helsta keppninaut liðsins í deildinni.

„Það er alltaf gott að vinna og sérstaklega Val. Sem leikmaður Breiðabliks er gott að vinna Val.“

„Ég var náttúrulega ekki inn á í fyrri hálfleiknum en þegar ég kom inn á í seinni hálfleiknum var orkan góð og höfðum trú á verkefninu. Gott 'pep-talk' frá Nik í hálfleik. Ég held að trúin hafi aldrei farið og þess vegna náðum við að halda okkur og allar í standi. Þá er auðvelt að spila fótbolta,“
sagði Ólöf við Fótbolta.net.

Ólöf var ánægð að geta gefið stoðsendingu á Andreu, en það var yfirleitt öfugt þegar þær spiluðu saman hjá Þrótti.

„Fínt að hafa ferskar fætur á bekknum og fínt að ég og Ása [Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir] komum inn á og séum fersku fæturnir. Gaman að fá að endurgjalda margar stoðsendingar frá Andreu Rut og gefa henni eina.

„Þetta var mjög gott mark. Svona er hún bara og gerir þetta oft. Þetta er ekkert nýtt. Ég held að þetta sýni bara gæðin í liðinu sem við erum með. Sama hver er inná þá er alltaf gæði og 100 prósent ákefð.“


Veðuraðstæður voru hörmulegar. Mikill vindur, rigning og hafði það vissulega mikil áhrif á hvernig leikurinn spilaðist, en Ólöf sagði það þó ekki hafa skipt sköpum.

„Ég held að þetta hafi vakið okkur upp að fá rigninguna og vindinn í andlitið. Þær eru búnar að æfa svona í allan vetur, þær eru vanar þessu og bæði lið eru vön þessu. Þetta gerir leikinn öðruvísi en held að það hafi ekki skipt sköpum í dag hvernig veðrið var.“

„Það skiptir engu máli hvernig veðrið er. Við erum alltaf tilbúnar að spila.“


Það er gott að vera í Breiðablik þessa dagana. Stemningin í hópnum er góð og helst það í hendur við góða spilamennsku liðsins í byrjun leiktíðar.

„Góð og er búin að vera góð. Það er gaman og það er gaman þegar gengur vel og það gengur vel þegar það er gaman. Við höldum bara áfram að hafa gaman og þá gengur vel,“ sagði Ólöf en hún talaði einnig um byrjun tímabilsins, bekkjarsetuna og landsliðið í viðtalinu hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner