Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 24. maí 2024 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Veðrið skipti ekki sköpum - „Gaman þegar gengur vel og það gengur vel þegar það er gaman“
Kvenaboltinn
Ólöf Sigríður í leik með Blikum
Ólöf Sigríður í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Breiðabliks, segir gaman að vera í Breiðablik í dag en liðið vann toppbaráttuslag við Val, 2-1, í erfiðu veðri á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Landsliðskonan kom heim í þessum mánuði eftir að hafa stundað nám við Harvard-skólann í vetur.

Hún kom inn af bekknum í síðari hálfleik og lagði upp fyrra mark liðsins fyrir Andreu Rut Bjarnadóttur.

Ólöf, sem var áður í Val, segir það gaman að geta unnið einn helsta keppninaut liðsins í deildinni.

„Það er alltaf gott að vinna og sérstaklega Val. Sem leikmaður Breiðabliks er gott að vinna Val.“

„Ég var náttúrulega ekki inn á í fyrri hálfleiknum en þegar ég kom inn á í seinni hálfleiknum var orkan góð og höfðum trú á verkefninu. Gott 'pep-talk' frá Nik í hálfleik. Ég held að trúin hafi aldrei farið og þess vegna náðum við að halda okkur og allar í standi. Þá er auðvelt að spila fótbolta,“
sagði Ólöf við Fótbolta.net.

Ólöf var ánægð að geta gefið stoðsendingu á Andreu, en það var yfirleitt öfugt þegar þær spiluðu saman hjá Þrótti.

„Fínt að hafa ferskar fætur á bekknum og fínt að ég og Ása [Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir] komum inn á og séum fersku fæturnir. Gaman að fá að endurgjalda margar stoðsendingar frá Andreu Rut og gefa henni eina.

„Þetta var mjög gott mark. Svona er hún bara og gerir þetta oft. Þetta er ekkert nýtt. Ég held að þetta sýni bara gæðin í liðinu sem við erum með. Sama hver er inná þá er alltaf gæði og 100 prósent ákefð.“


Veðuraðstæður voru hörmulegar. Mikill vindur, rigning og hafði það vissulega mikil áhrif á hvernig leikurinn spilaðist, en Ólöf sagði það þó ekki hafa skipt sköpum.

„Ég held að þetta hafi vakið okkur upp að fá rigninguna og vindinn í andlitið. Þær eru búnar að æfa svona í allan vetur, þær eru vanar þessu og bæði lið eru vön þessu. Þetta gerir leikinn öðruvísi en held að það hafi ekki skipt sköpum í dag hvernig veðrið var.“

„Það skiptir engu máli hvernig veðrið er. Við erum alltaf tilbúnar að spila.“


Það er gott að vera í Breiðablik þessa dagana. Stemningin í hópnum er góð og helst það í hendur við góða spilamennsku liðsins í byrjun leiktíðar.

„Góð og er búin að vera góð. Það er gaman og það er gaman þegar gengur vel og það gengur vel þegar það er gaman. Við höldum bara áfram að hafa gaman og þá gengur vel,“ sagði Ólöf en hún talaði einnig um byrjun tímabilsins, bekkjarsetuna og landsliðið í viðtalinu hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner