Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 10:43
Brynjar Ingi Erluson
Salah valinn besti leikmaður tímabilsins
Mynd: Premier League
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hefur verið valinn leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Salah, sem er 32 ára gamall, hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool.

Hann er með 28 mörk og 18 stoðsendingar þegar ein umferð er eftir og nú verið valinn besti leikmaður tímabilsins af ensku úrvalsdeildinni.

Valið var fremur einfalt. Hann er að eiga eitt besta tímabil í sögu deildarinnar og á enn möguleika á að bæta met þeirra Alan Shearer og Andy Cole sem komu að 47 mörkum á einu tímabili.

Framlag hans hjálpaði Liverpool að vinna deildina í 20. sinn í sögu félagsins og jafnaði það þar með Manchester United að titlum.


Athugasemdir
banner
banner