Guehi tilbúinn að sitja út samninginn - Há laun Rodrygo hindrar skipti hans til Arsenal - Höjlund til Napoli?
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
Halli: Alltaf áhyggjuefni að ná ekki í sigra
Heimir Guðjóns: Ef ég vissi ástæðuna þá væri ég ríkur maður
Sigurður Bjartur: Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér
„Eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari Vestra"
Alli Jói: Er ógeðslega glaður
Halli Hróðmars: Töpuðum sanngjarnt
Sandra á leið á EM: Rosa gott fyrir hausinn
Jóhann Kristinn: Formið á henni er ekkert eðlilegt
Áhyggjulaus þrátt fyrir að vera í fallsæti - „Ekki mitt að ákveða með mitt starf"
Arna Eiríks um EM hópinn: Ætla bara að vera hreinskilin, það var mjög svekkjandi
   fös 23. maí 2025 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis var skiljanlega nokkuð niðurlútur er hann mætti í viðtal við Fótbolta.net í kvöld að loknum leik Keflavíkur og Leiknis. Leiknir mátti þar þola stórtap 6-0 og sporin fyrir Ólaf því nokkuð þung.

„Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag. Það er bara sannleikurinn og það sást á vellinum. Heildar hugmyndin hjá þeim er bara komin miklu lengra heldur en hjá okkur og þeir áttu sigurinn skilið.“

Þótt úrslitin 6-0 líti afar illa út fyrir Leikni áttu þeir þó sína kafla í leiknum. Í stöðunni 2-0 slakaði lið Keflavíkur vel á klónni og gestunum óx ásmeginn. Var Ólafur ósáttur við að liðið skyldi ekki nýta þann kafla betur?

„Ég er aðallega ósáttur við það að við þurftum að fá á okkur tvö mörk til þess að byrja að gera það sem okkur langaði að gera í leiknum. Við erum alltof lengi inn í einhverri skel í byrjun leikja og á meðan við erum að því að fá á okkur mörk í byrjun leikja þá er erfitt að vinna fótboltaleiki. Hvað þá á móti liði eins og Keflavík.“

Leiknismenn eru ekki ókunnir því að tapa stórt í Keflavík en á síðasta tímabili gerðu þeir slíkt hið sama sem leiddi af sér afsögn þáverandi þjálfara liðsins. Engan bilbug var þó að finna á Ólafi.

„Við þurfum algjöra naflaskoðun. Þetta verður bara að vera botninn og við verðum bara að spyrna okkur upp það er bara þannig.“

Sagði Ólafur en allt viðtalið má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner