Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
banner
   fös 23. maí 2025 09:10
Elvar Geir Magnússon
Tuchel velur Toney í landsliðshópinn
Toney í leik með enska landsliðinu.
Toney í leik með enska landsliðinu.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel landsliðsþjálfari Englands hefur opinberað landsliðshóp en enskir fjölmiðlar höfðu þegar greint frá því að sóknarmaðurinn Ivan Toney sé í hópnum.

England á leiki framundan gegn Andorra og Senegal. Leikurinn gegn Andorra er í undankeppni HM þann 7. júní og svo er vináttulandsleikur gegn Senegal þremur dögum síðar.

Toney var í enska landsliðshópnum sem komst í úrslit EM 2024 en hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan.

Toney, sem er fyrrum leikmaður Brentford, hefur skorað 29 mörk í 43 leikjum fyrir Al-Ahli í Sádi-Arabíu. Þrátt fyrir gott gengi hans þar héldu margir að landsliðsferli hans væri lokið.

Svona er enski hópurinn.

Markverðir:
Jordan Pickford, Dean Henderson, James Trafford

Varnarmenn:
Reece James, Trent Alexander-Arnold, Trevoh Chalobah, Levi Colwill, Ezri Konsa, Dan Burn, Kyle Walker, Myles Lewis-Skelly

Miðjumenn:
Jude Bellingham, Eberechi Eze, Conor Gallagher, Morgan Gibbs-White, Jordan Henderson, Curtis Jones, Cole Palmer, Declan Rice, Morgan Rogers

Sóknarmenn:
Anthony Gordon, Noni Madueke, Bukayo Saka, Ivan Toney, Ollie Watkins, Harry Kane
Athugasemdir
banner