Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 23:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Antony með laglegt mark
Mynd: EPA
Betis 1 - 1 Valencia
1-0 Antony ('40 )
1-1 Rafa Mir ('75 )

Antony skoraði níunda mark sitt fyrir Betis á tímabilinu þegar liðið gerði jafntefli gegn Valencia í síðasta leik liðanna í spænsku deildinni í kvöld.

Hann kom liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann átti laglegt skot úr teignum í fjærhornið. Hann hefur skorað níu mörk í 24 leikjum auk þess að gefa fimm stoðsendingar.

Rafa Mir jafnaði metin fyrir Valencia þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Betis lýkur keppni í 6. sæti og spilar því í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Valencia er í 12. sæti.

Sjáðu markið hjá Antony
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 37 27 4 6 99 39 +60 85
2 Real Madrid 37 25 6 6 76 38 +38 81
3 Atletico Madrid 37 21 10 6 64 30 +34 73
4 Athletic 37 19 13 5 54 26 +28 70
5 Villarreal 37 19 10 8 67 49 +18 67
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 37 15 7 15 57 56 +1 52
8 Osasuna 37 12 15 10 47 51 -4 51
9 Vallecano 37 13 12 12 41 45 -4 51
10 Mallorca 37 13 8 16 35 44 -9 47
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 37 13 7 17 35 44 -9 46
13 Getafe 37 11 9 17 33 37 -4 42
14 Alaves 37 10 11 16 37 47 -10 41
15 Sevilla 37 10 11 16 40 51 -11 41
16 Girona 37 11 8 18 44 56 -12 41
17 Espanyol 37 10 9 18 38 51 -13 39
18 Leganes 37 8 13 16 36 56 -20 37
19 Las Palmas 37 8 8 21 40 59 -19 32
20 Valladolid 37 4 4 29 26 87 -61 16
Athugasemdir
banner