Pep Guardiola stjóri Manchester City vill hjálpa Phil Foden að komast aftur á flug. Hinn 24 ára gamli Foden opnaði sig í vikunni um að hafa verið í vandræðum innan sem utan vallar.
Foden hefur verið langt frá sínu besta og segist hafa verið að glíma við persónuleg vandamál og meiðsli sem hafi haft neikvæð áhrif á frammistöðu sína.
Foden hefur verið langt frá sínu besta og segist hafa verið að glíma við persónuleg vandamál og meiðsli sem hafi haft neikvæð áhrif á frammistöðu sína.
„Hann hefur ekki náð sínu besta fram. Hann er strákur sem kom upp úr akademíunni og varð stjarna með okkur. Við viljum hjálpa honum. Hann þarf hvíld og fær hana eftir sunnudaginn," segir Guardiola.
City mætir Fulham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag og innsiglar Meistaradeildarsæti með einu stigi.
„Hann þarf að finna gleðina aftur. Hægt og rólega kemur hann til baka og við viljum hjálpa honum í því. Frammistaða hans skiptir ekki máli núna, við viljum að honum líði vel."
Athugasemdir