
„Þetta var bara frábært. Í síðustu leikjum erum við búnir að ná virkilega vel saman alveg frá því við spiluðum fyrsta bikarleikinn gegn Þrótti Vogum. Við höfum verið að spila virkilega vel og þótt Frans (Elvarsson) sé frá þá kemur bara Ernir (Bjarnason) inn og við erum bara ótrúlega gott lið.“ Hafði Kári Sigfússon leikmaður Keflavíkur að segja eftir 6-0 sigur liðsins á Leikni er liðin mættust í Lengjudeildinni í Keflavík fyrr í kvöld.
Kári gerði sér lítið fyrir og gerði þrennu í leik kvöldsins. Tvö þeirra eftir að hafa leikið inn á völlinn frá vængnum og skorað með góðu skoti í fjærhornið. Nokkuð sem Arjen Robben gerði að listgrein á ferli sínum.
„Ég er búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki. Maður var úti á velli endalaust að negla á markið og sóla einhverjar keilur og loksins er það að koma í ljós að það svínvirkar.“
Ernir Bjarnason er sjaldséður á listum yfir markaskorara en miðjumaðurinn sterki hefur fundið netið níu sinnum á ferlinum til þessa. Í dag skoraði hann með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig en á hann þetta til á æfingum?
„Þetta er fyrsta markið sem ég hef séð hann skora. Sérstaklega með vinstri líka, en það er geggjað að sjá hann skora og hann var drullu sáttur. Svo fagnaði hann þessu ekki sem er gaman að sjá. Greinilegt að það eru miklar tilfinningar til Leiknis.“
Sagði Kári en allt viðtalið má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir