Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
banner
   fös 23. maí 2025 21:07
Halldór Gauti Tryggvason
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Kvenaboltinn
John Andrews, þjálfari Víkings.
John Andrews, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ánægður með að hafa fengið stig. Við höfum spilað svo vel í síðustu fjórum deildarleikjum, verið góðar og fengið helling af færum en ekki stig, þannig að ég segi ekki nei við stigi,“ sagði John Andrews eftir jafntefli við Val í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

Víkingur hafði ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og hefur verið bras fyrir Víkingskonur að næla sér í stig. „Þetta er vonbrigðs byrjun stigalega séð en ég get ekki verið reiður út í leikmennina fyrir frammistöður og færasköpun. Þetta er gott stig.“ 

„Ég verð að þakka, ekki bara leikmönnunum heldur líka stjórninni og fólkinu í stúkunni, það hefur ekki verið nein neikvæð orka inn í klúbbnum síðustu fimm ár. Við töpum fjórum í, engin neikvæðni, allir voru í sama liði og allir vissu að við myndum koma hingað og gera okkar besta, eins og við gerum alltaf.“

Valur fékk vítaspyrnu í blálok leiksins en Sigurborg Katla, markvörður Víkings varði vítaspyrnuna. „Ég er hæstánægður. Ég og dómarinn áttum gott spjall eftir leikinn að því að mér fannst þetta ekki vera víti en honum fannst það þannig að við ákváðum að vera sammála um að vera ósammála. Réttlæti. Katla er búin að eiga stórkostleg ár í meistaraflokki og að kóróna þau svona með þessari vörslu. “

Víkingur mætir FH í næstu umferð. „Við höfum ekki skoðað liðið síðan í æfingarleik gegn þeim í apríl. Við höfum núna tvær vikur til þess að undirbúa okkur og vonandi fáum við leikmenn til baka. “

Viðtalið við John Andrews má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner