Arsenal er í leit að framherja í sumar en Sky Sports í Þýskalandi greinir frá því að enska félagið sé í viðræðum við RB Leipzig.
Arsenal vill fá slóvenska framherjann Benjamin Sesko en Mikel Arteta er gríðarlega hrifinn af þessum 21 árs gamla leikmanni.
Sesko er með kaupákvæði í samningi sínum sem hljóðar upp á 80 milljónir evra.
Arsenal er með aðra leikmenn undir smásjánni, þar á meðal Viktor Gyökeres framherji Sporting.
Athugasemdir