Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Tah gengur í raðir Bayern
Mynd: EPA
Þýski miðvörðurinn Jonathan Tah mun ganga í raðir Bayern München frá Bayer Leverkusen á næstu dögum en þetta segir Fabrizio Romano.

Tah tilkynnti í lok tímabils að hann myndi ekki framlengja samning sinn við Leverkusen.

Þjóðverjinn átti enn eitt frábæra tímabilið með Leverkusen og var valinn í úrvalslið deildarinnnar.

Tah er 29 ára gamall og var orðaður við mörg stærstu félög heims fyrir sumarið, en hann hefur nú tekið ákvörðun um að ganga til liðs við Bayern.

Hann hefur náð munnlegu samkomulagi við félagið og gerir samning til 2029.

Á næstu dögum heldur hann í læknisskoðun áður en hann skrifar undir samninginn.

Bayern mun greiða lága upphæð fyrir Tah þar sem félagið vill hann lausan fyrir HM félagsliða sem hefst um miðjan júní.
Athugasemdir