Miðjumaðurinn James McAtee er opinn fyrir því að yfirgefa Manchester City í sumar.
Þetta herma heimildir Sky Sports. Nokkur félög sýndu honum áhuga í janúar og sá áhugi mun líklega ekki minnka mikið þegar sumarglugginn opnar.
Þetta herma heimildir Sky Sports. Nokkur félög sýndu honum áhuga í janúar og sá áhugi mun líklega ekki minnka mikið þegar sumarglugginn opnar.
Þýsku félögin Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund eru á meðal félaga sem hafa áhuga á honum.
Þá hefur Nottingham Forest, spútniklið ensku úrvalsdeildarinnar, áhuga á honum.
McAtee, sem er 22 ára gamall, hefur spilað 34 leiki fyrir Man City og skorað í þeim sjö mörk. Hann lék frábærlega á láni fyrir Sheffield United frá 2022 til 2024 og hefur hann spilað fyrir flest yngri landslið Englands.
Athugasemdir