Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er alveg skýr varðandi framtíð miðjumannsins Enzo Fernandez.
Enzo er sagður á blaði hjá Real Madrid. Félagið vill fá inn nýjan miðjumann í sumarglugganum.
Enzo er sagður á blaði hjá Real Madrid. Félagið vill fá inn nýjan miðjumann í sumarglugganum.
Argentínskir fjölmiðlar segja Enzo með munnlegt samkomulag við félagið og sé þegar búinn að kanna hvar best sé að búa í Madrídarborg.
En Maresca er alveg harður á því að Enzo sé ekki að fara neitt í sumar.
„Hann er lykilmaður og einn af okkar fyrirliðum," sagði Maresca við fréttamenn í dag og þegar hann var spurður að því hvort að miðjumaðurinn yrði áfram hjá félaginu, þá sagði hann einfaldlega:
„Já."
Athugasemdir