Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Erum með þessi gæði í liðinu að við getum refsað liðum
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kristján Guðmunds: Eigum að fá meira úr því sem við erum að gera
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
   fös 23. maí 2025 21:26
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Tindastóls.
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Tindastóls.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll heimsótti Fram í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Eftir jafnan og rólegan leik skoraði Fram sigurmark á síðustu mínútu uppbótartímans. Donni var að vonum svekktur að leikslokum.

„Ansi sárt tap á móti Fram, það eru svona mín fyrstu viðbrögð. Þetta var bara jafn leikur og 0-0 hefðu bara verið sanngjörn úrslit, eðlileg úrslit út frá færum sem voru sköpuð og hvernig leikurinn spilaðist. Þannig bara glatað að stapa," sagði Donni.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Tindastóll

Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í töflunni og bar leikurinn merki þess að bæði lið vildu ekki tapa stigi. 

„Já bæði lið vildu bara vinna, alveg rétt hjá þér að þetta var mjög lokaður leikur og örugglega frekar bara leiðinlegur leikur á að horfa að mörgu leyti og spilaðist ekki sérlega skemmtilega. Ég held bara að 0-0 hefði verið sanngjörn úrslit þannig séð, við fengum dauðafæri í byrjun einn á móti markmanni og svo fá þær þetta eina færi í leiknum þannig 0-0 hefði bara verið sanngjarnt heilt yfir, en það var ekki þannig," sagði Donni.

Laufey Harpa fór meidd af velli á 21. mínútu leiksins eftir að hafa tognað á kálfa og Stólarnir voru líka án Elísu Bríetar sem var veik. „Það munar líka alveg um það í ekki stærri hóp en við erum með, því miður."

Nú tekur við tveggja vikna landsleikjahlé í deildinni. Donni segir það vera mjög gott að fá þetta hlé núna. „Við þurfum alveg á því að halda núna, aðeins að safna orku, við erum eiginlega búin að vera að spila þetta á sömu leikmönnunum svo sem allar mínútur nánast. Við höfum ekki stóran hóp og það er gott fyrir okkur að fá pínu pásu, þetta er búið að vera þétt spilað og við erum bara spennt að koma svo inn á móti Val og sýna það sem við höfum verið að sýna áður í sumar," sagði Donni að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner