Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
   fös 23. maí 2025 22:00
Haraldur Örn Haraldsson
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bjarni Jóhannsson þjálfari Selfoss var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 2-0 fyrir ÍR.


Lestu um leikinn: ÍR 2 -  0 Selfoss

„Við vissum að þeir myndu koma á okkur. Eigum tvö dauðafæri hérna í fyrri hálfleik, sem er mjög vont að nýta ekki á  móti liði eins og ÍR, og fá þá framar á völlinn. Þá hefði leikurinn náttúrulega orðið öðruvísi. Þeir eru náttúrulega djöfull öflugir í hornum og slíku og við vörðumst þessu ágætlega. Svo tróðu þeir náttúrulega einu marki þarna inn. Við reyndum, en það bara tókst ekki," sagði Bjarni.

Selfoss hefur nú tapað þremur leikjum í röð, og fjórum ef bikarinn er tekið með. Skiljanlega þá finnst Bjarna ekki skemmtilegt að tapa.

„Við unnum náttúrulega fyrsta leikinn, og erum núna búnir að tapa þremur leikjum í röð. Auðvitað er það vont. Það er verra að tapa leikjum en vinna þá. Við verðum bara að þétta okkur, og mæta í næsta leik, bara áfram gakk," sagði Bjarni.

Selfoss eru nýliðar í deildinni og hafa núna fengið að máta sig gegn nokkrum Lengjudeildar liðum. Bjarni segir að þetta muni vera erfitt.

„Það er mikill getumunur á 2. deild og Lengjudeild. Það vissum við, þannig við vitum alveg að það verður á brattan að sækja fyrir okkur. Það er bara að halda áfram og við sáum það í dag. Við héldum áfram alveg út leikinn og vorum ekkert að gefa neitt eftir. Það eru styrkleikamerki," sagði Bjarni

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner