Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bellingham gæti frestað aðgerðinni - Endrick ekki með á HM
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarleikmaðurinn Endrick verður ekki með Real Madrid á HM félagsliða í sumar vegna meiðsla á læri.

Hinn 18 ára gamli Endrick verður frá keppni næstu tvo mánuðina og tekur því ekki þátt. Jude Bellingham gæti hins vegar tekið þátt þrátt fyrir fréttir frá spænskum fjölmiðlum sem halda öðru fram.

ESPN greinir frá því að samkvæmt heimildarmönnum sínum mun Bellingham líklegast fresta aðgerð sem hann þarf að fara í á vinstri öxl þar til eftir HM.

Þetta gæti leitt til þess að Bellingham missi af upphafi næsta tímabils með Real Madrid.

Madrídingar eru að glíma við erfið meiðslavandræði sem stendur, þar sem níu leikmenn aðalliðsins eru meiddir á meðan Vinícius Júnior er tæpur.

David Alaba, Eduardo Camavinga, Antonio Rüdiger og Rodrygo eru meðal meiddra leikmanna.

Real Madrid er í riðli ásamt Al-Hilal, Pachuca og Red Bull Salzburg á HM.
Athugasemdir
banner