Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Napoli getur tryggt sér Ítalíumeistaratitilinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lokaumferð ítalska deildartímabilsins fer fram um helgina og hefst fjörið strax í kvöld þegar titilbaráttulið Inter og Napoli mæta til leiks.

Napoli er með eins stigs forystu fyrir lokaumferðina og eiga lærisveinar Antonio Conte heimaleik við Cagliari, sem er búið að bjarga sér frá falli.

Napoli getur tryggt sér titilinn með sigri en liðið hefur ekki verið að standa sig vel undir pressu í undanförnum leikjum. Lærisveinar Conte hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum og eru heppnir að vera ennþá í toppsætinu.

Inter gerði jafntefli við Lazio um helgina og mistókst ríkjandi Ítalíumeisturunum þannig að hirða toppsætið. Lærisveinar Simone Inzaghi heimsækja spennandi lið Como í lokaumferðinni.

Á morgun eru svo tveir aðrir leikir á dagskrá þar sem Bologna og Milan mæta til leiks, en þessi tvö félög hafa háð gríðarlega áhugaverða baráttu undanfarnar vikur.

Bologna vann innbyrðisviðureignina í úrslitaleik ítalska bikarsins í síðustu viku til að tryggja sér Evrópusæti. Sá leikur fór fram aðeins fimm dögum eftir tapleik Bologna gegn Milan í því sem hefði getað reynst mikilvægur slagur í Evrópubaráttunni í Serie A.

Þessir leikir eru þó þýðingarlausir þar sem Milan er búið að missa af Evrópusæti í ár og Bologna er með tryggt sæti.

Það er gríðarleg spenna á sunnudagskvöldið þegar Evrópubaráttan mun ráðast og sömuleiðis fallbaráttan. Lazio og Fiorentina, með Albert Guðmundsson innanborðs, eru í harðri baráttu um Evrópusæti.

Fiorentina þarf að treysta á að Lazio tapi heimaleik gegn fallbaráttuliði Lecce. Þórir Jóhann Helgason er á mála hjá Lecce og getur liðið tryggt sæti sitt í Serie A með sigri í kvöld.

Mikael Egill Ellertsson og félagar í liði Venezia eru í fallsæti og þurfa nauðsynlega sigur á heimavelli gegn Juventus í lokaumferðinni til að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli.

Það eru fimm lið ennþá að berjast um að enda ekki í tveimur fallsætum fyrir lokaumferðina. Þá eru Roma, Juventus og Lazio að berjast um síðasta Meistaradeildarsætið.

Föstudagur
18:45 Como - Inter
18:45 Napoli - Cagliari

Laugardagur
16:00 Bologna - Genoa
18:45 Milan - Monza

Sunnudagur
18:45 Atalanta - Parma
18:45 Empoli - Verona
18:45 Lazio - Lecce
18:45 Torino - Roma
18:45 Udinese - Fiorentina
18:45 Venezia - Juventus
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 37 23 10 4 57 27 +30 79
2 Inter 37 23 9 5 77 35 +42 78
3 Atalanta 37 22 8 7 76 34 +42 74
4 Juventus 37 17 16 4 55 33 +22 67
5 Roma 37 19 9 9 54 35 +19 66
6 Lazio 37 18 11 8 61 48 +13 65
7 Fiorentina 37 18 8 11 57 39 +18 62
8 Bologna 37 16 14 7 56 44 +12 62
9 Milan 37 17 9 11 59 43 +16 60
10 Como 37 13 10 14 49 50 -1 49
11 Torino 37 10 14 13 39 43 -4 44
12 Udinese 37 12 8 17 39 53 -14 44
13 Genoa 37 9 13 15 34 48 -14 40
14 Cagliari 37 9 9 19 40 54 -14 36
15 Verona 37 9 7 21 32 65 -33 34
16 Parma 37 6 15 16 41 56 -15 33
17 Empoli 37 6 13 18 32 57 -25 31
18 Lecce 37 7 10 20 26 58 -32 31
19 Venezia 37 5 14 18 30 53 -23 29
20 Monza 37 3 9 25 28 67 -39 18
Athugasemdir
banner