Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, er staddur í borginni um þessar mundir en hann mun fagna enska meistaratitlinum á morgun.
Hann var staddur í kvöldverði á vegum Liverpool í gær. Þar ræddi hann hin ýmsu mál. Stuðningsmenn liðsins bauluðu á dögunum á Trent Alexander-Arnold sem er á förum.
Mohamed Salah varð fyrir miklum vonbrigðum með viðbrögð Liverpool en hann tjáði sig í viðtali við Gary Neville. Klopp tók undir með Salah.
Hann var staddur í kvöldverði á vegum Liverpool í gær. Þar ræddi hann hin ýmsu mál. Stuðningsmenn liðsins bauluðu á dögunum á Trent Alexander-Arnold sem er á förum.
Mohamed Salah varð fyrir miklum vonbrigðum með viðbrögð Liverpool en hann tjáði sig í viðtali við Gary Neville. Klopp tók undir með Salah.
Klopp minnti stuðningsmennina á að Trent hafi gefið sig allan fram og komið að mörgum mikilvægum augnablikum í sögu félagsins.
„Ég gat ekki orðið fyrir meiri vonbrigðum. Þið megið vera svekkt yfir því að hann sé að fara en ekki gleyma því sem hann gerði fyrir þetta félag. Ég heyrði baulið og slökkti á sjónvarpinu, svona erum við ekki," sagði Klopp.
Athugasemdir