
Njarðvík heimsótti HK í Kórnum þegar fjórða umferð Lengjudeildarinnar hófst í kvöld.
Njarðvíkignar voru virkilega flottir í kvöld og höfðu að lokum frábæran útisigur.
Lestu um leikinn: HK 1 - 3 Njarðvík
„Mjög glaður, þetta er eiginlega ólýsandi og ég get ekki sagt hversu glaður ég er" sagði Amin Cosic leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld en hann skoraði jafnframt þriðja mark Njarðvíkinga.
Njarðvík sótti sterkan sigur á erfiðum útivelli en það verða líklega ekki mörg lið sem mæta í Kórinn og fara með öll stigin burt þaðan.
„Mér fannst við ef ég á að vera hreinskilinn bara betra liðið. Við spiluðum boltanum líka fallegra og þetta var meira svona 'kick and run' hjá þeim þannig mér fannst við eiga þetta fyllilega skilið"
Amin Cosic er uppalinn HK-ingur og tókst að skora alveg í restina.
„Það var geggjað. Ég tók líka skemmtilegt fagn þarna og þetta var geggjuð tilfinning"
Amin Cosic fannst virkilega skemmtilegt að skora gegn sínum gömlu félögum og langaði mest af öllum liðum að ná marki gegn þeim.
„HK 100%. Ég hefði frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur mörk í einhverjum öðrum leik"
Nánar er rætt við Amin Cosic í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Keflavík | 4 | 3 | 0 | 1 | 13 - 4 | +9 | 9 |
2. Njarðvík | 4 | 2 | 2 | 0 | 10 - 4 | +6 | 8 |
3. ÍR | 4 | 2 | 2 | 0 | 5 - 2 | +3 | 8 |
4. Þróttur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 6 - 6 | 0 | 7 |
5. Fylkir | 4 | 1 | 2 | 1 | 5 - 4 | +1 | 5 |
6. HK | 4 | 1 | 2 | 1 | 4 - 5 | -1 | 5 |
7. Grindavík | 3 | 1 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 4 |
8. Þór | 3 | 1 | 1 | 1 | 7 - 6 | +1 | 4 |
9. Selfoss | 4 | 1 | 0 | 3 | 3 - 7 | -4 | 3 |
10. Völsungur | 3 | 1 | 0 | 2 | 3 - 7 | -4 | 3 |
11. Fjölnir | 3 | 0 | 2 | 1 | 5 - 7 | -2 | 2 |
12. Leiknir R. | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 12 | -10 | 1 |