Guehi tilbúinn að sitja út samninginn - Há laun Rodrygo hindrar skipti hans til Arsenal - Höjlund til Napoli?
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
Halli: Alltaf áhyggjuefni að ná ekki í sigra
Heimir Guðjóns: Ef ég vissi ástæðuna þá væri ég ríkur maður
Sigurður Bjartur: Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér
„Eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari Vestra"
Alli Jói: Er ógeðslega glaður
Halli Hróðmars: Töpuðum sanngjarnt
Sandra á leið á EM: Rosa gott fyrir hausinn
Jóhann Kristinn: Formið á henni er ekkert eðlilegt
Áhyggjulaus þrátt fyrir að vera í fallsæti - „Ekki mitt að ákveða með mitt starf"
Arna Eiríks um EM hópinn: Ætla bara að vera hreinskilin, það var mjög svekkjandi
   fös 23. maí 2025 23:01
Gunnar Bjartur Huginsson
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Rúnar var ánægður með stigin þrjú.
Rúnar var ánægður með stigin þrjú.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byström skoraði tvennu.
Byström skoraði tvennu.
Mynd: Fram

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram var að vonum sáttur með 3-2 sigur á sínum gömlu lærisveinum í KR á AVIS-vellinum í kvöld. Rúnar hefur sigrað KR í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum sem þjálfari Fram.

Ég elska ekkert að spila við KR, ekkert frekar en annað, en þetta er sérstakt fyrir mig og það er saga einhvers staðar þarna á bak við en í dag er ég auðvitað bara þjálfari Fram og í mínum huga snýst þetta um að vinna fótboltaleikina. Það fara allir Framarar glaðir heim í dag, af því að við fengum þrjú stig og skoruðum þrjú mörk og hefðum hæglega geta skorað 6, 7, 8 mörk," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Fram

Jakob Byström spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Fram í kvöld og þakkaði heldur betur traustið með tveimur frábærum mörkum. Rúnar var sáttur með frammistöðu hans.

Við þurfum hraða eins og í þessum unga strák og hann hefur eins og maður segir 'potential' í að verða betri fótboltamaður. Hann hefur ofboðslega marga góða eiginleika en hefur litla reynslu af meistaraflokksfótbolta."

Mikið hefur verið rætt og ritað um leikstíl KR-inga og nálgun þeirra. Rúnar er fyrrum þjálfari KR og hreifst með þeim. 

Mér finnst frábært að horfa á KR og finnst frábært hvernig Óskar er að koma sterkur inn og breyta KR-liðinu í þetta skemmtilega fótboltalið sem það er. En á endanum held ég að það snúist um hjá KR að vinna titla og vera í toppbaráttu og ég fékk aldrei önnur skilaboð en að ég þurfti að vinna deildina, þegar ég var þarna."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner