Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kristján Guðmunds: Eigum að fá meira úr því sem við erum að gera
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
   fös 23. maí 2025 23:01
Gunnar Bjartur Huginsson
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Rúnar var ánægður með stigin þrjú.
Rúnar var ánægður með stigin þrjú.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byström skoraði tvennu.
Byström skoraði tvennu.
Mynd: Fram

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram var að vonum sáttur með 3-2 sigur á sínum gömlu lærisveinum í KR á AVIS-vellinum í kvöld. Rúnar hefur sigrað KR í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum sem þjálfari Fram.

Ég elska ekkert að spila við KR, ekkert frekar en annað, en þetta er sérstakt fyrir mig og það er saga einhvers staðar þarna á bak við en í dag er ég auðvitað bara þjálfari Fram og í mínum huga snýst þetta um að vinna fótboltaleikina. Það fara allir Framarar glaðir heim í dag, af því að við fengum þrjú stig og skoruðum þrjú mörk og hefðum hæglega geta skorað 6, 7, 8 mörk," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Fram

Jakob Byström spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Fram í kvöld og þakkaði heldur betur traustið með tveimur frábærum mörkum. Rúnar var sáttur með frammistöðu hans.

Við þurfum hraða eins og í þessum unga strák og hann hefur eins og maður segir 'potential' í að verða betri fótboltamaður. Hann hefur ofboðslega marga góða eiginleika en hefur litla reynslu af meistaraflokksfótbolta."

Mikið hefur verið rætt og ritað um leikstíl KR-inga og nálgun þeirra. Rúnar er fyrrum þjálfari KR og hreifst með þeim. 

Mér finnst frábært að horfa á KR og finnst frábært hvernig Óskar er að koma sterkur inn og breyta KR-liðinu í þetta skemmtilega fótboltalið sem það er. En á endanum held ég að það snúist um hjá KR að vinna titla og vera í toppbaráttu og ég fékk aldrei önnur skilaboð en að ég þurfti að vinna deildina, þegar ég var þarna."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner