Það fóru tveir leikir fram í 4. deildinni í gærkvöldi, þar sem Hafnir nældu í sinn fyrsta sigur á deildartímabilinu.
Hafnir tóku á móti Kríu og unnu frábæran 5-2 sigur, þar sem Ísak John Ævarsson skoraði tvennu með stuttu millibili rétt fyrir leikhlé.
Reynir Aðalbjörn Ágústsson og Kristófer Orri Magnússon innsigluðu sigurinn með mörkum í síðari hálfleik og eru Hafnir með þrjú stig eftir þrjár umferðir. Kría er með fjögur stig.
Á sama tíma komst Elliði í tveggja marka forystu gegn Árborg á Selfossi. Pétur Óskarsson skoraði tvennu á fyrstu tíu mínútum leiksins og tókst heimamönnum ekki að minnka muninn fyrr en undir lok fyrri hálfleiks. Kristinn Ásgeir Þorbergsson skoraði úr vítaspyrnu og tókst Aroni Frey Margeirssyni að jafna metin fyrir Árborg í síðari hálfleik. Lokatölur urðu því 2-2.
Elliði stöðvaði sigurgöngu Árborgar með þessum sigri. Sunnlendingar eiga sjö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar, á meðan Elliði er með fjögur stig.
Hafnir 5 - 2 Kría
1-0 Ísak John Ævarsson ('43 )
2-0 Ísak John Ævarsson ('45 )
3-0 Reynir Aðalbjörn Ágústsson ('63 )
3-1 Bjarni Rögnvaldsson ('80 )
4-1 Kristófer Orri Magnússon ('82 )
4-2 Tómas Helgi Snorrason ('89 )
5-2 Kristófer Orri Magnússon ('90 )
Árborg 2 - 2 Elliði
0-1 Pétur Óskarsson ('6 )
0-2 Pétur Óskarsson ('9 )
1-2 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('45 , Mark úr víti)
2-2 Aron Freyr Margeirsson ('78 )
4. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KÁ | 3 | 3 | 0 | 0 | 12 - 3 | +9 | 9 |
2. KH | 3 | 3 | 0 | 0 | 7 - 3 | +4 | 9 |
3. Árborg | 3 | 2 | 1 | 0 | 8 - 4 | +4 | 7 |
4. Elliði | 3 | 1 | 1 | 1 | 9 - 9 | 0 | 4 |
5. Kría | 3 | 1 | 1 | 1 | 6 - 8 | -2 | 4 |
6. Hafnir | 3 | 1 | 0 | 2 | 9 - 10 | -1 | 3 |
7. Álftanes | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 - 6 | -1 | 3 |
8. Vængir Júpiters | 2 | 0 | 1 | 1 | 3 - 4 | -1 | 1 |
9. Hamar | 3 | 0 | 0 | 3 | 3 - 6 | -3 | 0 |
10. KFS | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 10 | -9 | 0 |
Athugasemdir