Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Virkar á mig sem demantur sem þarf að slípa örlítið til"
Stígur Diljan Þórðarson.
Stígur Diljan Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stígur Diljan Þórðarson, ungur leikmaður Víkings, fékk hrós í Innkastinu á dögunum. Hann átti góðan leik gegn Stjörnunni og hefur verið að koma sterkur inn í Víkingsliðið.

Þessi 19 ára gamli leikmaður kom frá Víkingi fyrir Benfica seint í fyrra og hefur verið að sýna flotta takta að undanförnu.

„Stígur Diljan er ótrúlega nálægt þessu, þetta er að detta fyrir hann. Átti líka góðar sendingar út á Gylfa og er með þroskaðar ákvarðanatökur. Hann er agressívur, stór og sterkur," sagði Magnús Þórir Matthíasson.

„Ég er búinn að vera hrifinn af honum það sem ég hef séð," sagði Valur Gunnarsson.

„Þetta virkar á mig sem demantur sem þarf að slípa örlítið til. Þetta kemur með tímanum, hann er bara 19 ára. Maður sé helling í honum í þessum leik," sagði Magnús Þórir jafnframt.

Það býr mikið í Stígi og verður gaman að fylgjast með honum í sumar. Einnig var rætt um það í Innkastinu hversu vel Daníel Hafsteinsson hefur komið í Víkingsliðið og þá hefur Gylfi Þór Sigurðsson verið að stíga upp.

„Hann þurfti ekkert aðlögunarferli í þessu liði," sagði Elvar Geir Magnússon um Daníel.
Innkastið - Brakandi blíða og Blikar tróna á toppnum
Athugasemdir
banner
banner