Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Skemmtilegast að lyfta hendur og brjóstkassa í ræktinni en svo skipta lappirnar miklu máli"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikir KR hafa verið stórskemmtilegir fyrir hlutlausa aðila en liðið hefur skorað flest mörk og fengið á sig flest.

Varnarleikur liðsins var til umræðu á Stöð 2 Sport í gær eftir að liðið tapaði 3-2 gegn Fram, það var þriðja tap liðsins í röð í deild og bikar. Aron Sigurðarson, fyrirliði liðsins, ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Fram

„Ef við erum að sækja og sækja og fáum svo mark í andlitið, það tekur orku af þér. Við erum að fara spila þennan bolta, það vita það allir í liðinu og þá þarf að verjast eins og menn," sagði Aron.

„Þetta er aulaskapur hjá okkur, við erum að tapa boltanum, fyrirgjafir. Þetta er auðvelt að segjast ætla að laga en kannski erfitt að laga."

„Því miður var okkur refsað fyrir að vera alls ekki nógu grimmir í okkar teig. Það er lærdómur að því leitinu til að núna erum við á þeim stað að mistökin sem við gerum eru dýrkeypt. En ég hef enga trú á öðru en að við munum hægt og bítandi læra og verða betri," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í samtali við Stöð 2 Sport.

„Í dag var eitt liðið að reyna spila fótbolta en ég veit ekki hvað hinir voru að gera. Það er leiðinlegt þegar fótboltinn tapar. Þetta er hluti af þessu sem við erum að reyna gera. Við erum að reyna að halda boltanum og stjórna leiknum, viljum standa hátt og pressa maður á mann. Nú er kannski síðasta skrefið eftir að klára okkar vinnu inn í okkar teig, það er eitthvað sem við þurfum að vera betri í en heilt yfir var þessi leikur mikill lærdómur."

Úlfur Arnar Jökulsson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport, segir að liðið þurfi að einbeita sér betur að varnarleiknum.

„Hann hefur talað um það að það sé búið að brenna öll skip og það sé ekki afturkvæmt. Mér heyrist á fyrirliðanum að það sé eitthvað ákall á að fókusa aðeins meira á varnarleikinn. Það er alltaf skemmtilegast að lyfta hendur og brjóstkassa í ræktinni en svo skipta lappirnar miklu máli líka," sagði Úlfur
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Athugasemdir
banner
banner
banner